Danska kjúklingnum sem til sölu er í verslunum Bónuss var slátrað að sið múslima, með svokallaðri halal-slátrun.
Á frosnu kjúklingunum er lítið áberandi merki; Islamic Cultural Center of Scandinavia.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, fékk þær upplýsingar hjá danska sláturhúsinu að öllum kjúklingum væri slátrað með sama hætti, það er að segja að þeir væru sviptir meðvitund með raflosti og hausinn síðan skorinn af. Eini munurinn væri sá að múslimi læsi bænir á meðan halal-slátrunin færi fram.