Engar forsendur til brottvikningar

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur farið yfir mál lög­reglu­manns sem var sak­felld­ur í Hæsta­rétti í gær fyr­ir að „hafa farið offari við fram­kvæmd lög­reglu­starfa“. Þrátt fyr­ir dóm Hæsta­rétt­ar hef­ur hann eng­in áhrif á störf viðkom­andi lög­reglu­manns, en að mati rík­is­lög­reglu­stjóra eru ekki for­send­ur til brott­vikn­ing­ar.

Komi til handa­lög­mála í miðborg Reykja­vík­ur gríp­ur lög­regla á stund­um til þess ráðs að skakka leik­inn, taka upp í lög­reglu­bif­reið æsta þátt­tak­end­ur og aka stutta vega­lengd frá vett­vangi en sleppa þeim þar. Leyfa þeim að kæla sig niður. Með því móti tekst að stöðva slags­mál­in fljótt og auðveld­lega án þess að nokk­ur sé hand­tek­inn og lög­regla get­ur haldið áfram að sinna verk­efn­um sín­um. En ekki þessa helgi. Hæstirétt­ur hef­ur kveðið upp úr um að ekki sé laga­stoð fyr­ir þess­ari vinnuaðferð lög­reglu, sem þó hef­ur tíðkast í ár­araðir og jafn vel ára­tugi.

„Þetta kall­ar á enn meiri for­gangs­röðun verk­efna lög­reglu,“ seg­ir Snorri Magnús­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna.

Lands­sam­band lög­reglu­manna hef­ur þegar sent er­indi til rík­is­lög reglu­stjóra vegna dóms­ins en ekki er ljóst hver næstu skref verða.

Nán­ar verður fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka