Engar forsendur til brottvikningar

Embætti ríkislögreglustjóra hefur farið yfir mál lögreglumanns sem var sakfelldur í Hæstarétti í gær fyrir að „hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa“. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar hefur hann engin áhrif á störf viðkomandi lögreglumanns, en að mati ríkislögreglustjóra eru ekki forsendur til brottvikningar.

Komi til handalögmála í miðborg Reykjavíkur grípur lögregla á stundum til þess ráðs að skakka leikinn, taka upp í lögreglubifreið æsta þátttakendur og aka stutta vegalengd frá vettvangi en sleppa þeim þar. Leyfa þeim að kæla sig niður. Með því móti tekst að stöðva slagsmálin fljótt og auðveldlega án þess að nokkur sé handtekinn og lögregla getur haldið áfram að sinna verkefnum sínum. En ekki þessa helgi. Hæstiréttur hefur kveðið upp úr um að ekki sé lagastoð fyrir þessari vinnuaðferð lögreglu, sem þó hefur tíðkast í áraraðir og jafn vel áratugi.

„Þetta kallar á enn meiri forgangsröðun verkefna lögreglu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.

Landssamband lögreglumanna hefur þegar sent erindi til ríkislög reglustjóra vegna dómsins en ekki er ljóst hver næstu skref verða.

Nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert