Framkvæmdir á Miklubraut

Miklar tafir urðu á umferð í gærmorgun vegna framkvæmda á …
Miklar tafir urðu á umferð í gærmorgun vegna framkvæmda á Miklubraut mbl.is/Ernir

Unnið er að uppsetningu vegriðs á Miklubraut á um 700 m kafla frá Klambratúni vestur á Hringbraut gengt Læknagarði. Loka þarf vinstri akrein á þessum kafla á meðan vinna stendur yfir. Unnið er frá kl.09:00 á morgnana til kl.15:00 síðdegis nú næstu daga.

Í dag verður strætórein á Miklubraut til vesturs undir Skeiðarvogsbrúnni malbikuð,verður einn af þremur akreinum til vesturs lokað tímabundið frá klukkan tíu. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát og virða 70 km hámarkshraða við framkvæmdasvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka