Framkvæmdir á Miklubraut

Miklar tafir urðu á umferð í gærmorgun vegna framkvæmda á …
Miklar tafir urðu á umferð í gærmorgun vegna framkvæmda á Miklubraut mbl.is/Ernir

Unnið er að upp­setn­ingu vegriðs á Miklu­braut á um 700 m kafla frá Klambra­túni vest­ur á Hring­braut gengt Læknag­arði. Loka þarf vinstri ak­rein á þess­um kafla á meðan vinna stend­ur yfir. Unnið er frá kl.09:00 á morgn­ana til kl.15:00 síðdeg­is nú næstu daga.

Í dag verður strætór­ein á Miklu­braut til vest­urs und­ir Skeiðar­vogs­brúnni mal­bikuð,verður einn af þrem­ur ak­rein­um til vest­urs lokað tíma­bundið frá klukk­an tíu. Öku­menn eru beðnir um að sýna aðgát og virða 70 km há­marks­hraða við fram­kvæmda­svæðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert