Greitt fyrir táknmálstúlkun

Táknmálstúlkun fyrir heyrnarlausa
Táknmálstúlkun fyrir heyrnarlausa mbl.is/Árni Sæberg

Félag heyrnarlausra fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Tryggingastofnunar  að hefja aftur greiðslur fyrir túlkun heyrnarlausra einstaklinga er eiga viðskipti við stofnunina.

„ Táknmálstúlkun fyrir heyrnarlausa er eitt helsta baráttumál félagsins fyrir réttindum heyrnarlausra á túlkaþjónustu sem eykur sjálfstæði þeirra, aðgengi og frelsi í daglegu lífi. Félag heyrnarlausra vill þakka Sigursteini Mássyni fyrir að taka málið fyrir á stjórnarfundi Tryggingastofnunar ríkisins og leysa það á farsælan hátt," segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka