Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands voru afhent nú síðdegis í tólfta sinn. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga Sigurgeirs Steingrímssonar vísindamanns á Árnastofnun, Arnars Hrafnkelssonar, forstöðumanns handritadeildar Landsbókasafns, og Matthew Driscolls, forstöðumanns Árnastofnunar í Kaupmannahöfn.
Tillagan kallast: „Handrit.is - Rannsóknargagnagrunnur og samskrá um íslensk og norræn handrit“. Verkefnið er á sviði norrænna fræða og er nútíma gagnagrunnur um íslensk og norræn handrit.
Að þessu sinni bárust 13 hugmyndir af ýmsum fræðasviðum Háskóla Íslands.