Hvetja Marinó til að hætta við

Marinó G. Njálsson sagði sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna …
Marinó G. Njálsson sagði sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna yfirvofandi umfjöllunar um persónuleg fjármál hans.

Alþing­is­menn­irn­ir Eygló Harðardótt­ir, Lilja Móses­dótt­ir og Mar­grét Tryggva­dótt­ir hvetja Marinó G. Njáls­son til að end­ur­skoða ákvörðun sína um að segja sig úr stjórn Hags­muna­sam­taka heim­il­anna. Þær hvetja og fjöl­miðla til að íhuga hver sé til­gang­ur um­fjöll­unn­ar um per­sónu­lega hagi tals­manna hags­muna­sam­taka hverju sinni.

Þing­kon­urn­ar þrjár hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu „í til­efni af­sagn­ar Marinós G. Njáls­son­ar úr stjórn Hags­muna­sam­taka heim­il­anna vegna fyr­ir­hugaðrar um­fjöll­un­ar Frétta­tím­ans um skulda­stöðu fjöl­skyldu hans.“ Þær benda á að Marinó hafi verið öfl­ug­ur mál­svari fé­lags­manna í Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna og annarra skuld­settra heim­ila. 

Þær benda á út­breidd­an skulda­vanda hjá ís­lensk­um heim­il­um, sam­kvæmt lífs­kjara­rann­sókn Hag­stof­unn­ar. 

„Eðli­legt er að bar­áttu­menn fyr­ir hags­mun­um hafi hags­muna að gæta á því sviði.  Eins má gera ráð fyr­ir að stjórn­ar­menn Öryrkja­banda­lags­ins séu ör­yrkj­ar, stjórn­ar­menn í launþega­hreyf­ingu launþegar og stjórn­ar­menn í Blaðamanna­fé­lag­inu fjöl­miðlamenn.  Því ætti ekki að koma nein­um á óvart að stjórn­ar­menn Hags­muna­sam­tak­anna skuldi, líkt og 2/​3 heim­ila lands­ins.   
Sér­stök fréttaum­fjöll­un um skulda­stöðu ein­stakra stjórn­ar­manna  hlýt­ur að vekja upp spurn­ing­ar um hvort verið sé að fara í mann­inn, en ekki mál­efnið,“  seg­ir m.a. í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert