Verð á eldsneyti hefur lækkað

Öll olíufélögin hafa lækkað verð á eldsneyti. Mest er lækkunin hjá N1, eða sem nemur um fjórum krónum. Þar kostar nú lítri af bensíni og dísilolíu 196,8 kr. í sjálfsafgreiðslu. Hjá Olís er algengasta verðið 198,2 fyrir báðar tegundir og hjá Skeljungi 198,7 fyrir bensín og dísilolíu.

Hjá Orkunni kosta báðar tegundir 196,7 kr. en hjá Atlantsolíu og ÓB er algengasta verðið 196,8 kr.

Aðeins eru liðnir þrír dagar síðan öll félögin hækkuðu hjá sér verð var þá verð á bensínlítranum víða komið yfir 200 kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka