Verður áfram forstjóri Sögu

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hall­dór Jó­hanns­son, stjórn­ar­formaður Sögu fjár­fest­ing­ar­banka, seg­ir að mál­efni Þor­valds Lúðvíks Sig­ur­jóns­son­ar, for­stjóra Sögu, hafi verið rædd á stjórn­ar­fundi fé­lags­ins í gær. Var ein­róma samþykkt að Þor­vald­ur Lúðvík myndi gegna starf­inu áfram en að leitað yrði til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins varðandi hæfi hans.

Þor­vald­ur Lúðvík er einn þeirra sem hef­ur verið yf­ir­heyrður í tengsl­um við rann­sókn embætt­is sér­staks sak­sókn­ara á mál­um tengd­um Glitni.

Þor­vald­ur Lúðvík seg­ir að rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara snúi ekki að þætti Sögu í mál­inu. Eng­inn grun­ur sé uppi um að kaup­samn­ing­ur­inn milli Glitn­is og Sögu hafi verið falsaður, eins og fram hef­ur komið í fjöl­miðlum.

Hann staðfest­ir að hann hafi rétt­ar­stöðu sak­born­ings, en kveður það vera sér til vernd­ar en ekki merki um að hann sé grunaður um af­brot.

Að sögn Hall­dórs var það niðurstaða stjórn­ar Sögu að á þessu stigi og í ljósi heild­ar­hags­muna bank­ans þá væri ekki ástæða til þess að Þor­vald­ur Lúðvík viki úr starfi.

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur með mat á hæfi stjórn­enda fjár­mála­fyr­ir­tækja að gera þannig að stjórn Sögu hef­ur óskað eft­ir því að FME fari yfir þetta mál og skoði það. Það er hvort Þor­vald­ur Lúðvík upp­fylli þau skil­yrði sem sett eru fyr­ir for­stjóra fjár­mála­fyr­ir­tæk­is.

Hall­dór seg­ir að jafn­framt hafi verið leitað eft­ir því við sér­stak­an sak­sókn­ara að rann­sókn á þeim hluta Glitn­is­máls­ins sem snýr að Stím verði hraðað eins og kost­ur er.

Frétt viðskipta­blaðs Morg­un­blaðsins um málið í gær:

Saga Fjár­fest­ing­ar­banki, sem áður hét Saga Capital, fékk aldrei full­nægj­andi gögn um Stím hf. frá Glitni þrátt fyr­ir að eiga að hafa um­sjón með fé­lag­inu sam­kvæmt sam­komu­lagi við Glitni. Saga sendi Glitni ít­rekaðar beiðnir, sem meðal ann­ars koma fram í gögn­um, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, um að þess­ar upp­lýs­ing­ar yrðu af­hent­ar og aðrir van­kant­ar á Stím lagaðir. Þess­um um­leit­un­um Sögu var ekki sinnt og því sótti fjár­fest­ing­ar­bank­inn það stíft að Glitn­ir losaði Sögu við skulda­bréf, gefið út af Stími.

Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Sögu, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að þau viðskipti hafi verið að öllu leyti eðli­leg og að rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara snúi ekki að þætti Saga í mál­inu. Þá sé af og frá, eins og sagt hef­ur verið í fjöl­miðlum, að grun­ur sé um að kaup­samn­ing­ur­inn hafi verið falsaður.

„Sú hug­mynd kem­ur upp inn­an Glitn­is vegna þess að af­rit af samn­ingn­um fannst ekki inn­an­húss hjá þeim. Fjár­mála­eft­ir­lit og sak­sókn­ari vita hins veg­ar og hafa vitað í nokk­urn tíma að samn­ing­ur­inn, sem er til hjá okk­ur, var og er í lagi,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sögu var aðkoma bank­ans að Stími eft­ir­far­andi: Glitn­ir hafi nálg­ast Sögu síðari hluta árs 2007 með fjár­fest­ing­ar­mögu­leika í Stími. Upp­haf­lega hafi staðið til að Stím ætti hluta­bréf í Glitni og FL Group og yrði fjár­magnað með láns­fé og eig­in fé. Þá átti dreifður hóp­ur fjár­festa að standa að baki fé­lag­inu.

Saga skráði sig fyr­ir hluta­fé í Stími að and­virði 125 millj­ón­um króna í nóv­em­ber 2007 og keypti í sama mánuði skulda­bréf, út­gefið af Stími, fyr­ir einn millj­arð króna. Gjald­dagi bréfs­ins var 19. nóv­em­ber 2008.

Glitn­ir óskaði eft­ir því að Saga hefði um­sjón með fé­lag­inu, legði því til fram­kvæmda­stjóra og veitti því heim­il­is­festi. Þá stóð til að Saga yrði eini bank­inn í hlut­hafa­hópn­um, en snemma árs 2008 kom í ljós að fé­lagið var ekki í dreifðri eign­araðild eins og lagt var upp með.

Þor­vald­ur Lúðvík seg­ir að fljót­lega upp úr ára­mót­um 2008 hafi hann farið að fá það á til­finn­ing­una að skulda­bréf Stíms væri ekki eins góð fjár­fest­ing og Glitn­ir hafði látið vera, en vegna þess að Saga fékk aldrei áður­nefnd­ar upp­lýs­ing­ar gat hann ekki verið hand­viss.

Snemma árs 2008 lýsti Saga yfir áhuga við Glitni á að selja skulda­bréfið á Stím, en það ger­ist hins veg­ar ekki fyrr en 18. ág­úst 2008 að bréfið er selt fyr­ir milli­göngu Glitn­is. Átti greiðsla að fara fram þann 19. nóv­em­ber sama ár. Kaup­and­inn var fag­fjár­festa­sjóður Glitn­is, GLB FX. Að sögn Saga flokk­ast sjóður­inn sem viður­kennd­ur gagnaðili og var umboð sjóðsstjór­ans und­ir­ritað af meiri­hluta stjórn­ar Glitn­is sjóða hf.

Legg­ur Saga á það áherslu að eng­inn vafi hafi verið uppi um tíma­setn­ingu viðskipt­anna, hvorki hjá FME né hjá sér­stök­um sak­sókn­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert