Yfir 10% heimila í vanskilum

10,1% heimila voru í vanskilum með húsnæðislán eða leigu
10,1% heimila voru í vanskilum með húsnæðislán eða leigu mbl.is/Golli

Lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu Íslands sýn­ir að 10,1% heim­ila voru í van­skil­um með hús­næðislán eða leigu ein­hvern tíma síðastliðnu 12 mánuði sam­an­borið við rúm 7% árið 2009 og 5,5% árið 2008.

Árið 2010 höfðu 13,3 ís­lenskra heim­ila verið með önn­ur lán en hús­næðislán eða leigu í van­skil­um ein­hvern tím­an á und­an­förn­um 12 mánuðum. Árið 2009 var sam­bæri­leg tala 10,3% en 5,5% árið 2008. Ná­lega helm­ing­ur heim­ila átti erfitt með að ná end­um sam­an á ár­inu.

36% geta ekki mætt óvænt­um út­gjöld­um

16,5% heim­ila töldu hús­næðis­kostnað þunga byrði og 19,2% töldu greiðslu­byrði annarra lána en hús­næðislána eða leigu þunga. Tæp 36% heim­ila gátu ekki mætt óvænt­um út­gjöld­um að upp­hæð 140 þúsund krón­ur eft­ir hefðbundn­um leiðum. Þegar heild­ar­mynd­in er skoðuð var fjár­hags­staða heim­il­anna verri árið 2010 en næstu ár á und­an.

Þegar horft er til heim­il­is­gerðar kem­ur í ljós að ein­stæðir for­eldr­ar áttu helst í fjár­hags­vanda árið 2010. Barn­laus heim­ili þar sem fleiri en einn er full­orðinn stóðu best fjár­hags­lega. Heim­ili þar sem meðal­ald­ur full­orðinna ein­stak­linga var 30-39 ár virt­ust eiga í mest­um vanda þegar litið var til ald­urs. Al­mennt má segja að því hærri sem meðal­ald­ur full­orðinna ein­stak­linga er í heim­ili, því bet­ur stend­ur það fjár­hags­lega.

Hag­stofa Íslands hef­ur í dag gefið út Hagtíðindi þar sem nán­ar er fjallað um niður­stöður lífs­kjara­rann­sókn­ar­inn­ar. Rann­sókn­in er hluti af sam­ræmdri lífs­kjara­rann­sókn Evr­ópu­sam­bands­ins. Heild­ar­úr­tak í rann­sókn­inni var 4218 heim­ili. Að frá­dregn­um látn­um ein­stak­ling­um og þeim sem bú­sett­ir voru er­lend­is var úr­takið 3968 heim­ili. Svör feng­ust frá 3021 heim­ili en það er 76% svar­hlut­fall. Lífs­kjara­rann­sókn­in fór fram í mars, apríl og maí á þessu ári.

Fjár­hags­staða heim­il­anna 2004-2010

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert