Tillaga um að stöðva aðildarviðræður við Evrópusambandið var felld á flokksráðsfundi Vinstri grænna, sem fer nú fram í Hagaskóla. Þar er nú unnið að afgreiðslu ályktana.
Þá leiðréttist hér með, sem fram kom í annarri frétt á mbl.is, að ályktun Atla Gíslasonar um að landsfundur VG verði haldinn eigi síðar en 15. apríl nk. var ekki samþykkt á fundinum heldur var málinu vísað til stjórnar til frekari umræðu.