Hagsmunum best borgið utan ESB

mbl.is/Eggert

Fjöl­marg­ar álykt­an­ir voru samþykkt­ar á flokks­ráðsfundi Vinstri grænna sem lauk fyrr í dag. Er ein­dregn­um stuðningi m.a. lýst við rík­is­stjórn­ar­sam­starf flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þá árétt­ar flokks­ráðið þá af­stöðu VG að hags­mun­um Íslands sé best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Seg­ir í álykt­un­inni að flokks­ráð ít­reki einnig mik­il­vægi þess að niðurstaða þess um­sókn­ar­ferl­is sem nú standi yfir verði lögð í dóm þjóðar­inn­ar. Brýnt sé að í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðagreiðslu fari fram opin og lýðræðis­leg umræða í sam­fé­lag­inu um kosti og galla þeirr­ar niður­stöðu sem kosið verði um.

„Þar til þjóðin hef­ur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar nein­ar breyt­ing­ar á stjórn­sýsl­unni eða ís­lensk­um lög­um í þeim eina til­gangi að laga ís­lenskt stjórn­kerfi fyr­ir­fram að regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Ekki verði held­ur tekið við styrkj­um sem bein­lín­is eiga að und­ir­búa aðild. Flokks­ráðið hvet­ur til þess að svo fljótt sem unnt er verði í viðræðuferl­inu látið reyna á meg­in­hags­muni Íslands eins og þeim er lýst í samþykkt Alþing­is,“ seg­ir enn­frem­ur í álykt­un­inni sem var samþykkt í dag.

Þá var samþykkt álykt­un um að niður­skurður í heil­brigðisþjón­ustu verði end­ur­skoðaður.  Flokk­ur­inn hafi verið stofnaður til að standa vörð um jöfnuð og vel­ferð. Legg­ur flokks­ráð VG áherslu á að þessi stefnu­mark­mið birt­ist í verki í fjár­lög­um næsta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert