Jólasveinar komu í Dimmuborgir eftir hádegið í dag við mikil fagnaðarlæti barna og fullorðinna.
Mikið var um dýrðir á Hallarflöt í tilefni heimsóknarinnar, þar ómuðu jólalög, varðeldur var kveiktur og sveinkarnir færðu börnunum kerti að gjöf.
Einungis sex sveinar voru mættir, ástæða þess mun vera að flensa herjar á hópinn, en bundnar eru vonir við að þeir verði orðnir heilir heilsu er aðventan gengur í garð. Jólasveinar verða í Dimmuborgum alla daga til jóla.