Kaupmáttur rýrnar um 1%

Halldór Árnason.
Halldór Árnason.

Halldór Árnason, hagfræðingur SA, segir fráleitt af fjármálaráðuneytinu að taka greiðslur á séreignasparnaði inn í útreikninga á kaupmáttarrýrnun vegna aðgerða stjórnvalda í ríkisfjármálum.

Hann segir að aðgerðirnar rýri kaupmátt um 1% en ekki 0,5% eins og fjármálaráðuneytið heldur fram.

Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum rýrna ráðstöfunartekjur heimilanna um 8,7 milljarða á næsta ári vegna hækkunar skatta og lækkunar bóta eins og vaxtabóta og barnabóta. Ráðuneytið dregur síðan sex milljarða, sem það reiknar með að fari út af séreignasparnaðarreikningum, frá þessari upphæð. Halldór segir út í hött að setja þetta fram með þessum hætti því að með útgreiðslu á séreignasparnaði sé fólk að ganga á eign sína en ekki auka tekjur sínar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert