Minna skorið af hinum stóru

Fjórðungssjúkrahúsin þurfa skera minna niður en fjárlagafrumvarpið gaf til kynna.
Fjórðungssjúkrahúsin þurfa skera minna niður en fjárlagafrumvarpið gaf til kynna. mbl.is/Kristín

Minna verður skorið niður á umdæmissjúkrahúsum en fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár gaf til kynna og standa á vörð um heilsugæsluþjónustu í landinu. Gera á umdæmissjúkrahúsin starfhæf til að geta tekið við verkefnum frá minni sjúkrahúsum og gætu framlögin í einhverjum tilvikum aukist.

Þetta er samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins meðal tillagna sem væntanlegar eru frá vinnuhópi heilbrigðisráðuneytisins um hvernig útfæra á niðurskurð á framlögum til heilbrigðisstofnana í landinu.

Samkvæmt þessu munu sjúkrahúsin á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað, Selfossi og í Reykjanesbæ þurfa að skera minna niður en fjárlagafrumvarpið gaf til kynna. Þá er Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum talin vera með sérstöðu þó að hún sé ekki skilgreind sem umdæmissjúkrahús samkvæmt lögum.

Því gætu sjúkrahúsin á Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík og Höfn vænst þess að þurfa að skera töluvert niður, þó ekki í jafnmiklum mæli og frumvarpið gerði ráð fyrir, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert