Formaður Framsóknar segir ráðist að grunnstoðum

Sigmundur Davíð í ræðustól á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Húsavík …
Sigmundur Davíð í ræðustól á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Húsavík í dag. Mynd: Hafþór Hreiðarsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í ræðu sinni á haust­fundi miðstjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins á Húsa­vík í dag að Ísland hefði allt til að bera til að vera kjör­lendi fjár­fest­inga og að kostnaður­inn við nú­ver­andi rík­is­stjórn hlypi á hundruðum millj­óna króna.

Hann sagði að ut­anaðkom­andi ógn steðjaði að Þing­ey­ing­um. Sú ógn væri fyrst og fremst póli­tísk, stjórn­völd hefðu hvað eft­ir annað brugðið fæti fyr­ir upp­bygg­ing­ar­starf Þing­ey­inga.

„Lengra gengið en nokk­ur hefði ímyndað sér“

„Stein­inn hef­ur oft tekið úr í þeim efn­um en nú hef­ur verið gengið lengra en nokk­ur hefði ímyndað sér í því að vega að byggð á norðaust­ur­horni lands­ins. Í gegn­um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar er nú ráðist að grunnstoðum sam­fé­lags­ins hér. Stjórn­sýsl­unni, mennt­un og al­veg sér­stak­lega að heil­brigðisþjón­ustu. Þótt menn hefðu lagt sig eft­ir því hefði varla verið hægt að finna leið sem gref­ur jafn mikið und­an þessu sam­fé­lag,“ sagði Sig­mund­ur og sagði að með niður­skurðinum væri vegið að ör­yggi íbú­anna, efna­hag sveit­ar­fé­lags­ins, aðstöðu til upp­bygg­ing­ar, at­vinnu­stigi, bú­setuþróun og nán­ast öll­um sviðum mann­lífs.
Það sama ætti við á mörg­um stöðum vítt og breytt um landið.

„Raun­ar er ekki bara um niður­skurð að ræða,“ sagði Sig­mund­ur. 
„Með til­lög­um er verið að inn­leiða al­gjöra kerf­is­breyt­ingu í gegn­um fjár­laga­frum­varpið. Þau vinnu­brögð eru al­gjör­lega óá­sætt­an­leg.“

Hann sagði að fram­sókn­ar­menn myndu beita sér að öllu afli gegn því að heil­brigðisþjón­ust­unni yrði koll­varpað.

Kjör­lendi fjár­fest­ing­ar

Sig­mund­ur Davíð sagði all­ar aðstæður til staðar til staðar til að gera Ísland að kjör­lendi fjár­fest­ing­ar. „Lágt skráður gjald­miðill, þróaðir innviðir, ör­yggi, nægt vinnu­afl, land­fræðileg staðsetn­ing, um­hverf­i­s­væn orka og svo mætti lengi telja. Kostnaður­inn við þessa vinstri­stjórn án miðju­teng­ing­ar nem­ur þegar hundruðum millj­arða króna. “
 

„Þurf­um að verja og leggja rækt við auðlind­ir“

Í ræðu sinni ræddi Sig­mund­ur um framtíðarþróun heims­ins. Sama hver hún yrði, þyrftu jarðarbú­ar ávallt mat, hreint vatn og orku. Það væru helstu auðlind­ir Íslend­inga. „Ekki aðeins fram­leiðum við mat­væli held­ur besta form nær­ing­ar, pró­tín. Ný­leg rann­sókn sýn­ir að á Íslandi er til jafn­mikið af hreinu nýt­an­legu vatni og í stærstu og fjöl­menn­ustu lönd­um Evr­ópu. Svo lengi sem lög­mál eðlis­fræðinn­ar halda verður orka ekki til úr engu en af henni eig­um við mikið, ekki í formi kola sem eyðast og menga and­rúms­loftið, held­ur hreinni end­ur­nýj­an­legri orku. “

Sig­mund­ur sagði framtíð þjóðar­inn­ar und­ir því komna að okk­ur tak­ist að verja þess­ar auðlind­ir og leggja rækt við þær.

„Við erum ekki nema rúm­lega 300.000 manna þjóð og höf­um byggt upp sterka innviði á 100 árum og get­um skapað mik­il verðmæti inn­an­lands.
Það sem af er þessu ári höf­um við flutt út 27% meira en við flytj­um inn.
Það er nán­ast ein­stakt á vest­ur­lönd­um. Fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið Ísland er rekið með mikl­um hagnaði. Það ætti að vera nóg til skipt­anna,“ sagði Sig­mund­ur og spurði hvernig það mætti vera að í slíku þjóðfé­lagi standi fólk í biðröð eft­ir mat­ar­gjöf­um.

„Höf­um við ekki efni á að mennta þjóðina?“

„Hvernig stend­ur á því að stjórn­völd í slíku landi telja sig ekki geta veitt öll­um lands­mönn­um gott aðgengi að mik­il­væg­ustu heil­brigðisþjón­ustu?
Hvers vegna þarf svona fá­menn þjóð, sem á svona mikið, að klípa af lág­um tekj­um þeirra sem komn­ir eru á eft­ir­laun eða geta ekki unnið vegna ör­orku.  Höf­um við ekki efni á að mennta þjóðina svo að hún geti skapað meiri verðmæti í framtíðinni? Hvers vegna flytja 10 manns á dag burt úr land­inu í leit að vinnu og betri lífs­kjörum'“ spurði Sig­mund­ur.

Eitt­hvað er að í því hvernig við nýt­um sam­eig­in­leg verðmæti okk­ar og við erum því miður ekki að fær­ast í rétta átt í þeim efn­um.“

Hann sagði vand­ann liggja í skuld­un­um, það að draga úr þeim væri for­senda þess að ís­lenska þjóðin „geti haldið áfram upp­bygg­ing­ar­starf­inu og tryggt vel­ferð allra.“

„Síðustu 2 ára hafa farið til spill­is“

„En við vinn­um ekki á skuld­un­um með því að vega að grunnstoðum sam­fé­lags­ins og gera það verr í stakk búið til að skapa verðmæti. Við vinn­um aðeins á skulda­vand­an­um með því að skapa verðmæti. Þess vegna er hræðilegt að síðastliðin 2 ár, sem hefðu átt að geta verið ár tæki­fær­anna á svo marg­an hátt, hafi farið til spill­is. “

„Efniviður­inn er all­ur til staðar og dæmið get­ur gengið hratt upp svo framar­lega sem við beit­um hinni skyn­sömu miðju­leið.

En við verðum að gera okk­ur grein fyr­ir því að það eru ekki all­ir sam­mála okk­ur. Marg­ir, og reynd­ar meiri­hlut­inn verður aldrei sam­mála Fram­sókn­ar­flokkn­um, eins und­ar­legt og það kann nú að virðast.
En við eig­um ekki að láta það fólk sem ekki er sam­mála okk­ur ráða því hvað við erum,“ sagði Sig­mund­ur Davíð í lok ræðu sinn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert