Rannsókn á Gildi hætt

Morgunblaðið/Heiddi

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur hætt rann­sókn á líf­eyr­is­sjóðnum Gildi og tel­ur hvorki til­efni né grund­völl til að halda áfram slíkri rann­sókn. Líf­eyr­is­sjóðnum var til­kynnt um þetta 18. nóv­em­ber síðastliðinn. 

„Sjóðfé­lagi í Gildi, Jó­hann Páll Sím­on­ar­son, óskaði eft­ir því í lok sept­em­ber­mánaðar 2010 að starf­semi Gild­is myndi sæta rann­sókn vegna þess að ætluð hátt­semi stjórn­ar og starfs­manna sjóðsins kynni að varða við lög. Rík­is­lög­reglu­stjóri sendi er­indið til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem taldi að efni bréfs sjóðfé­lag­ans gefi ekki til­efni til að hefja sér­staka rann­sókn af hálfu eft­ir­lits­ins á Gildi líf­eyr­is­sjóði.

Með vís­an til fram­an­greinds tel­ur rík­is­lög­reglu­stjóri að hvorki sé til­efni né grund­völl­ur til að halda rann­sókn máls­ins áfram,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Gildi-líf­eyr­is­sjóði í dag.      
 

Gildi lífeyrissjóður.
Gildi líf­eyr­is­sjóður.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert