Setur ESB-aðlögunarferlið í uppnám

Frá flokksráðsfundinum í Hagaskóla.
Frá flokksráðsfundinum í Hagaskóla. mbl.is/Eggert

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, seg­ir að samþykkt flokks­ráðs VG í Evr­ópu­mál­um hafi sett ESB-aðlög­un­ar­ferlið í upp­nám. „Báðar þær til­lög­ur sem voru samþykkt­ar hér fela það í sér að stoppa al­ger­lega aðlög­un að Evr­ópu­sam­band­inu og allt fjár­streymi frá ESB inn í þá aðlög­un og kynn­ing­ar- og áróðurs­starf­semi.“

Hann seg­ir að yf­ir­lýs­ing­ar ESB í síðustu viku sýni fram á að það sé ekki til nein svo­kölluð „norsk leið“, þ.e. viðræðuleið. Aðeins sé um leið aðlög­un­ar að ræða, sem verði að eiga sér stað á meðan viðræður standi yfir.

„Það er mikið atriði að fá það samþykkt hér að við leggj­umst al­farið gegn slíkri aðlög­un. Við leggj­umst al­farið gegn fjár­streymi inn í slíka aðlög­un, og það set­ur um­sókn­ar­ferlið í upp­nám,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar í sam­tali við mbl.is.


„Ég hef áhyggj­ur af því að menn hafi í raun­inni verið að hafna ferl­inu sem er nú í gangi, en á móti kem­ur að það er eng­inn mót­leik­ur um það hvað menn vilja í staðinn.“

Hann tek­ur sem dæmi, máli sínu til stuðnings, að ESB geri þá kröfu að ís­lensk stjórn­völd setji upp greiðslu­stofn­un í land­búnaði. Sú stofn­un hafi um­sjón með öllu styrkja­kerf­inu eins og það sé upp­byggt í Evr­ópu­sam­band­inu. Það sé hins veg­ar byggt upp með öðrum hætti en hér á landi.

„ESB tal­ar um að þessi stofn­un verði að vera kom­in upp áður en að þjóðar­at­kvæðagreiðsla fer fram. Þeir emb­ætt­is­menn sem hafa komið fyr­ir sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd hafa sagt, að ef það verði ekki haf­inn und­ir­bún­ing­ur að setja þessa stofn­un á fót þá muni aðild­ar­ferlið stranda. Ef við tök­um ekki fjár­magn inn í það þá muni aðild­ar­ferlið líka stranda. Ef maður skoðar fram­vindu­skýrslu Íslands, sem var birt ný­verið, þá kem­ur fram að Evr­ópu­sam­bandið lýsti áhyggj­um yfir því að þetta gengi ekki nógu hratt fyr­ir sig,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar. 

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmund­ur Ein­ar Daðason. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka