Átelur vinnubrögð landsdóms

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að í stað svars við beiðni sinni til for­seta lands­dóms um skip­an verj­anda hafi hann fengið af­rit af bréfi til sak­sókn­ara Alþing­is. Hann tel­ur það víta­verð vinnu­brögð að for­seti lands­dóms und­ir­búi breyt­ing­ar á lög­um um lands­dóm.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem Geir sendi frá sér nú síðdeg­is. Hún er tvíþætt. Í fyrri­hlut­an­um rek­ur hann kröfu sína frá 15. nóv­em­ber um að sér yrði skipaður verj­andi án frek­ari tafa. Í því sam­bandi vísaði Geir í 15. grein laga um lands­dóm.

Hann seg­ir að í stað þess að for­seti lands­dóms svaraði sér beint hafi hon­um borist af­rit af bréfi for­seta lands­dóms til sak­sókn­ara Alþing­is. Þar er óskað um­sagn­ar um kröfu Geirs um skip­un verj­anda. Beðið er um að afstaða sak­sókn­ara ber­ist lands­dómi, en ekki for­seta lands­dóms.

„Ég tel þetta með öllu óskilj­an­legt og fyr­ir þessu er hvergi að finna laga­stoð. Sak­sókn­ara er ekki ætlað að veita um­sögn um skip­un verj­anda og hef­ur ekk­ert með það mál að gera. Ég mun því mót­mæla því harðlega við for­seta lands­dóms að af­greiðsla þessa ein­falda atriðis sé enn taf­in með þess­um hætti,“ seg­ir Geir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá bend­ir Geir á að fram hafi komið að skrif­stofu­stjóri Hæsta­rétt­ar, sem einnig er rit­ari lands­dóms, hafi sagt að laga­leg óvissa ríki um hvort Geir hafi á þessu stigi form­lega stöðu ákærðs manns. 

„Í því sam­bandi bendi ég á að í bréfi for­seta lands­dóms til mín dags. 30. sept­em­ber er vikið að mér sem hinum ákærða og það orð er notað hvarvetna í lög­un­um um lands­dóm. Léki hins veg­ar ein­hver vafi á þessu atriði, sem ekki verður fall­ist á, bæri að sjálf­sögðu að túlka hann sak­born­ingi í vil og fara að ósk minni um skip­un verj­anda.“

For­seti lands­dóms und­ir­bjó breyt­ing­ar á lög­um um dóm­inn

Síðari kafli yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar fjall­ar um að dóms- og mann­rétt­indaráðherra hafi í síðustu viku lagt fram á Alþingi frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um lands­dóm. Frum­varpið sé byggt á skrif­leg­um til­lög­um for­seta lands­dóms frá 21. októ­ber sl.

„For­seti dóms­ins hef­ur með öðrum orðum und­ir­búið breyt­ing­ar á lagaum­gjörðinni um það mál sem Alþingi hef­ur höfðað gegn mér eft­ir að ákvörðun um máls­höfðun lá fyr­ir. Síðan hef­ur for­set­inn sent þær til­lög­ur til ráðherra sem sjálf­ur greiddi at­kvæði með máls­höfðun gegn mér og hef­ur, eins og hans póli­tísku sam­herj­ar, mikla póli­tíska hags­muni af því að ég verði sak­felld­ur.

Þetta er með ólík­ind­um. Ég tel þessi vinnu­brögð víta­verð og skipt­ir í því sam­bandi ekki máli þótt sum þau atriði sem lagt er til að verði breytt geti tal­ist minni hátt­ar. Alþingi var vel kunn­ugt um að ein­hverj­ir ann­mark­ar væru á lagaum­gjörðinni um lands­dóm þegar ákveðið var að höfða málið, en lög­in voru þó tal­in not­hæf. Breyt­ing­ar á lög­un­um nú, eft­ir að ákvörðun um ákæru hef­ur verið tek­in, fá ekki staðist, a.m.k. ekki án þess að leitað sé samþykk­is allra málsaðila. Raun­ar væri fróðlegt að vita hvort leitað var munn­legr­ar eða skrif­legr­ar um­sagn­ar sak­sókn­ara Alþing­is á téðum til­lög­um um breyt­ing­ar á lög­un­um“ skrif­ar Geir m.a. í yf­ir­lýs­ing­unni.

Hann kveðst telja að eðli­legt hefði verð að ræða við sækj­anda og skipaðan verj­anda um breyt­ing­ar á lög­un­um og leita síðan sam­stöðu á Alþingi und­ir stjórn for­seta þings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert