Blindir ósáttir við eftirlit

Sömu reglur eiga að gilda um kosningu blindra og sjónskertra …
Sömu reglur eiga að gilda um kosningu blindra og sjónskertra til stjórnlagaþings utan kjörstaða og á laugardaginn kemur. Ernir Eyjólfsson

Lögmaður Blindrafélagsins er að  skoða hvort skilyrði um að eftirlitsmenn kjörstjórna fylgist með kosningu blindra og sjónskertra til stjornlagaþings standist lög. Blindrafélagið mun ákveða á morgun til hvaða ráða það ætlar að grípa en félagið er ósátt við kröfuna um eftirlitsmann í kjörklefanum.

Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, sagði að félagið hafi verið í samskiptum við dóms- og mannréttindaráðuneytið vegna framkvæmdar kosningarinnar til stjórnlagaþings. Félagsmenn hafa getað stuðst við blindraspjöld í listakosningum til sveitastjórna og Alþingis, en málið vandast þegar skrifa þarf allt að 25 númer í vallínur.

„Við sendum þeim erindi 19. október og bentum á að það þyrfti að huga að því að blindir og sjónskertir gætu kosið á sjálfstæðan máta.Í því sambandi bentum við á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks varðandi framkvæmd kosninga,“ sagði Kristinn.

Ráðuneytið féllst á að blindir og sjónskertir gætu tekið með sér aðstoðarmann að eigin vali í kjörklefann, „en auk þess er talið nauðsynlegt kjörstjóri eða annar af hálfu kjörstjórnar sé viðstaddur þegar seðillinn er fylltur út,“ segir í svari ráðuneytisins. 

„Það er þessi viðbót sem við erum ósátt við. Það er að það skuli vera eftirlitsmaður frá kjörstjórn sem fylgist með því hvernig þeir kjósa sem koma með sinn eigin aðstoðarmann,“ sagði Kristinn.

Hann sagði að sumir blindir og sjónskertir kunni að koma án aðstoðarmanns og þiggja aðstoð frá kjörstjórn við að kjósa. Hins vegar telji Blindrafélagið óþarft að fulltrúi kjörstjórnar horfi yfir öxlina á þeim sem koma með sinn eigin aðstoðarmann og fylgist með hvernig þeir kjósa.

Arnþór Helgason bendir á þetta á bloggi sínu undir fyrirsögninni „Verður Ögmundur kærður fyrir mannréttindabrot?“ Hann segir m.a. að félagsmaður í Blindrafélaginu sem er í framboði til stjórnlagaþings sé í hópi þeirra sem hyggist leggja fram kæru vegna málsins.

Frétt á vef Blindrafélagsins um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka