Prófastsdæmum fækkað

Kirkjuþing 2010 var haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.
Kirkjuþing 2010 var haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.

Kirkjuþing hef­ur samþykkt að efla sam­starf með sam­starfs­svæðum sókna og verður þeim komið á fyr­ir árs­lok 2011. Þá var ákveðið að fækka pró­fasts­dæm­um úr tólf í níu. Þingið fjallaði um fjár­mál kirkj­unn­ar og lýsti áhyggj­um sín­um vegna niður­skurðar sem vegi að grunnþjón­ustu kirkj­unn­ar um allt land. 

Borg­ar­fjarðarpró­fasts­dæmi og Snæ­fells­ness- og Dala­pró­fasts­dæmi sam­ein­ast í Vest­ur­lands­pró­fasts­dæmi og Eyja­fjarðapró­fasts­dæmi og Þing­eyj­ar­pró­fasts­dæmi sam­ein­ast í Eyja­fjarða- og Þing­eyj­ar­pró­fasts­dæmi frá 30. nóv­em­ber 2010. Múla­pró­fasts­dæmi og Aust­fjarðarpró­fasts­dæmi sam­ein­ast í Aust­ur­lands­pró­fasts­dæmi frá 1. nóv­em­ber 2011.

Kirkjuþing­inu lauk í Grens­ás­kirkju á föstu­dag­inn. Alls voru 38 mál lögð fram. Þingið af­greiddi þau með 11 starfs­regl­um og 19 þings­álykt­un­um.

Þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd var kos­in sem á að rann­saka alla starfs­hætti og viðbrögð þjóðkirkj­unn­ar vegna ásak­ana á hend­ur Ólafi Skúla­syni bisk­upi um kyn­ferðis­brot. 



Nán­ar á vef kirkjuþings.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert