Prófastsdæmum fækkað

Kirkjuþing 2010 var haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.
Kirkjuþing 2010 var haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.

Kirkjuþing hefur samþykkt að efla samstarf með samstarfssvæðum sókna og verður þeim komið á fyrir árslok 2011. Þá var ákveðið að fækka prófastsdæmum úr tólf í níu. Þingið fjallaði um fjármál kirkjunnar og lýsti áhyggjum sínum vegna niðurskurðar sem vegi að grunnþjónustu kirkjunnar um allt land. 

Borgarfjarðarprófastsdæmi og Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi sameinast í Vesturlandsprófastsdæmi og Eyjafjarðaprófastsdæmi og Þingeyjarprófastsdæmi sameinast í Eyjafjarða- og Þingeyjarprófastsdæmi frá 30. nóvember 2010. Múlaprófastsdæmi og Austfjarðarprófastsdæmi sameinast í Austurlandsprófastsdæmi frá 1. nóvember 2011.

Kirkjuþinginu lauk í Grensáskirkju á föstudaginn. Alls voru 38 mál lögð fram. Þingið afgreiddi þau með 11 starfsreglum og 19 þingsályktunum.

Þriggja manna rannsóknarnefnd var kosin sem á að rannsaka alla starfshætti og viðbrögð þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot. 



Nánar á vef kirkjuþings.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert