23 skiluðu tillögum um húsgögn í Hörpu

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.

Opnaðar hafa verið tillögur í samkeppni um húsgögn í almenningsrými í Hörpu  sem íslenskir arkitektar og hönnuðir gátu tekið þátt í.  Alls bárust tuttugu og þrjár tillögur og dómnefnd er nú að vinna úr þeim.

Vinningstillagan verður kynnt  í Hörpu  á fimmtudag. Hlýtur vinningshafinn eina milljón króna í verðlaun en skilyrði var að húsgögnin yrðu framleidd hér á landi.

Eignarhaldsfélagið Portus stendur að samkeppninni í samstarfi við Hönnunarmiðstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert