Iceland Express efnir til verðstríðs

Danska blaðið Jyllands-Posten segir, að Iceland Express hafi efnt til tímabundins verðstríðs í fargjöldum milli Evrópu og Bandaríkjanna. Sé fargjald milli Kaupmannahafnar og New York nú aðeins 1190 danskar krónur með sköttum og gjöldum eða jafnvirði tæpra 25 þúsund íslenskra króna. 

Blaðið hefur eftir Bettinu Lyngs, talsmanni Iceland Express í Danmörku, að frá því í júní hafi félagið boðið lægsta fargjaldið milli Danmerkur og New York og nú sé það lækkað enn frekar.

Ódýru flugmiðarnir eru í boði frá því í dag og til  13. desember að því er kemur fram á heimasíðu Iceland Express í Danmörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert