Næturlokun í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhalds aðfarnaótt þriðjudags 23. nóvember, miðvikudags 24. nóvember og fimmtudags 25.
nóvembers frá miðnætti til kl:06 að morgni. Hætt er við meiri hálku á vegum í kvöld og í nótt. Víða er hálka eða hálkublettir.

Á Suðurlandi eru allar helstu leiðir greifærar þó eru hálkublettir á þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Markarfljóti. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði, hálka eða hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum.

Hálka er á norðanverðum Vestfjörðum og á Ströndum en hálkublettir er á sunnanverðum Vestfjörðum. Á Norðurlandi vestra er hálka á Þverárfjalli og á Vatnsskarði. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum.

Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Öxnadalsheiði og Víkurskarði, hálka við Mývatn, á Mývatsöræfum og á Vopnafjarðarheiði annars hálkublettir nokkuð víða. Á Austurlandi er hálka á fjallvegum og á Fagradal. Hálkublettir eru á Jökuldal og með ströndinni í Hvalnes.
Greiðfært er á Suðausturlandi.

Mat veðurfræðings fyrir kvöldið og nóttina
Vindur er enn mjög hægur á landinu.  Þurrt er og bjart norðaustan-, austan- og sunnantil á landinu. Frá Hellisheiði í suðri, á Suðurnesjum og vestur á firði er skýjað og það háttar svo til að ef úrkoma fellur úr þessum skýjum verður það sem slydda eða smágerð rigning.

Sömu sögu er að segja á Ströndum og í Húnaþingi og Skagafirði. Hafa verður í huga að frost er við yfirborð víða á þessum slóðum, jafnvel þó hiti í lofti sé ofan frostmarks.  Hætt er við hálkumyndun vegna þessa nánast hvar sem er og hvenær sem er í kvöld og nótt.  Oftast nær er hún staðbundin og getur því komið vegfarendum
í opna skjöldu. 

Seint í nótt er síðan spáð úrkomu, slyddu eða blautri snjókomu á Vestfjörðum og norðanlands, einkum við sjávarsíðuna.  Ísingarhætta á vegum vestan og norðvestantil á landinu verður því nokkuð viðvarandi til fyrramáls.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert