Össur gaf lítið uppi um leyniskjöl

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. Reuters

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lét nægja að stikla á stóru um efni leyniskýrslu Atlantshafsbandalagsins um fyrirhugaðan eldflaugavarnaskjöld í löndum bandalagsins á fundi utanríkismálanefndar Alþingis, enda bundinn trúnaði.

Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Hreyfingarinnar í utanríkismálanefnd, fullyrðir þetta en hún sat umræddan fund með Össuri.

„Utanríkismálanefnd fékk ekki að sjá leyniskýrsluna um þennan fund [NATO í Lissabon um síðustu helgi] og þá stefnumótun sem fyrir lá. Utanríkisráðherra hélt einn fund með nefndinni þar sem hann stiklaði á stóru varðandi sína eigin túlkun á þessum drögum í möppunni.

Mér finnst líka furðulegt að formaður þingmannanefndarinnar um NATO, Björn Valur Gíslason (VG), hafi ekki beðið um fund með utanríkisráðuneytinu áður en við fórum á NATO-þingmannafundinn í Varsjá. Formaður þingmannanefndarinnar sá ekki einu sinni minnispunkta utanríkisráðherra frá utanríkismálanefnd því hann er ekki í utanríkismálanefnd og gögn sem eru kynnt þar eru bundin trúnaði ráðherra þegar beðið er um það og það átti við í þessu tilviki,“ segir Birgitta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert