Landeigendur hafa lýst áhyggjum af flutningi Markarfljóts til austurs. Fljótið ber með sér mikinn aur, sem hefur áhrif á skilyrði í Landeyjahöfn.
Því hefur Siglingastofnun fengið heimild til að færa ósa fljótsins um tvo kílómetra til austurs og byggja varnargarða. Landeigendur hafa lýst áhyggjum af því að þá flæði á land þeirra.