Áhyggjufullir landeigendur

Markarfljót
Markarfljót mbl.is/Golli

Landeigendur hafa lýst áhyggjum af flutningi Markarfljóts til austurs. Fljótið ber með sér mikinn aur, sem hefur áhrif á skilyrði í Landeyjahöfn.

Því hefur Siglingastofnun fengið heimild til að færa ósa fljótsins um tvo kílómetra til austurs og byggja varnargarða. Landeigendur hafa lýst áhyggjum af því að þá flæði á land þeirra.

Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi, sem á land að Markarfljóti, segir að landeigendur við fljótið telji að framkvæmdirnar muni hækka allt grunnvatn á svæðinu. „Á frostavetrum hefur Markarfljót sprengt sér leið austur. Nú er verið að hjálpa til við það af mannavöldum. Þetta eru náttúruhamfarir.“ Kristján segir að fólk hafi orðið að flýja bæi sína á árum áður vegna þessa. „Þarna er tekin skyndiákvörðun, það þarf að skoða afleiðingarnar miklu betur.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert