Drög að nýrri aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla liggja nú fyrir og eru birt á vefsíðu menntamálaráðuneytisins. Við þróun menntastefnunnar sem birt er í sameiginlegri aðalnámskrá allra skólastiganna kemur fram að byggt er á 5 grunnþáttum menntunar, en þeir eru læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.
Frestur til að skila inn athugasemdum um drög að inngangskafla og aðalnámskrám leikskóla og framhaldsskóla er til 20. desember 2010. Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið bregðast við innsendum ábendingum og athugasemdum.
Stefnt er að útgáfu á aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla í byrjun árs 2011.
Drög að nýrri aðalnámskrá má nálgast hér.