Fáklæddur hlaupari var handtekinn á Sæbraut í Reykjavík um helgina. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en hann var heldur illa búinn til íþróttaiðkana, aðeins á sokkaleistunum og í skjóllitlum nærbuxum. Maðurinn var auk þess vel hífaður.
Aðspurður um uppátækið sagðist hann hafa verið að taka áskorun félaga sinna um að hlaupa klæðalítill um borgina, samkvæmt frétt lögreglunnar.