Reyndi að hughreysta Íra

Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar SteinarH

Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, reyndi að hug­hreysta írska þing­menn sem eru á bresk-írska þing­inu á eyj­unni Mön í gær. Fór Helgi yfir stöðuna á Íslandi og sam­starfið við Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn. Að at­vinnu­leysi hafi minnkað hér á ný og gert sé ráð fyr­ir hag­vexti á næsta ári. Þetta kem­ur fram á vef Irish Times í dag.

Sagði hann írsku þing­mönn­un­um að það fæl­ust einnig ákveðin tæki­færi í krepp­unni. Meðal ann­ars að end­ur­skipu­leggja hlut­ina, að gera bet­ur.

Á Íslandi hafi rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is skilað skýrslu um hverj­ir báru ábyrgð á bankakrepp­unni og kosið verði til stjórn­lagaþings um næstu helgi. Það muni síðan end­ur­skoða stjórn­ar­skrána.

Helgi seg­ir að sam­bandið við AGS hafi hingað til farið vel. Sjón­ar­miðin séu stund­um ólík en hann teldi að þeir hefðu skiln­ing á stöðunni á Íslandi.

Á Íslandi hafi ekki verið dregið úr op­in­ber­um út­gjöld­um árið 2009 svo krepp­an yrði ekki dýpri en hún varð. Stefnt sé að halla­laus­um rík­is­rekstri eft­ir þrjú ár. Skatt­ar hafi verið hækkaðir á Íslandi og séu nú sam­bæri­leg­ir því sem var árið 2003.

Helgi ræddi aðild­ar­um­sókn að ESB við blaðamann Irish Times og það hversu lít­ill gjald­miðill ís­lenska krón­an er. Það hafi ýms­ir nýtt sér og braskað með krón­una fyr­ir hrun. Hann seg­ir að það hafi hins veg­ar dregið úr áhuga al­menn­ings á að ganga í ESB eft­ir að slæm staða Grikkja og nú Íra hafi komið í ljós.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert