Spá um hagvöxt ákveðin vonbrigði

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að ný þjóðhagsspá, sem Hagstofan birti í morgun, valdi ákveðnum vonbrigðum en samkvæmt spánni verður efnahagssamdráttur á þessu ári meiri en Hagstofan gerði ráð fyrir í fyrri spá og hagvöxtur á næsta ári verður einnig minni en áður var gert ráð fyrir.

Steingrímur sagði, að með tilkomu þjóðhagsspárinnar væri kominn sá rammi, sem endurskoðun fjárlagafrumvarpsins miðist við. Þegar frumvarpið var lagt fram í október var miðað við þjóðhagsspá Hagstofunnar, sem birt var í júní.

Steingrímur benti á, að árið væri enn liðið og því gætu forsendur hagspárinnar breyst. Einnig væri svo mikil óvissa í efnahagslegum forsendum, að endanleg niðurstaða verði hugsanlega ekki ljós fyrr en eftir langan tíma. 

Samkvæmt spánni, sem Hagstofan birti í dag, dregst hagkerfið saman um 3% á þessu ári og að hagvöxtur verði 1,9% á þessu ári og 2,9% árið 2012. Í  spá Hagstofunnar í júní var gert ráð fyrir 2,9% samdrætti á þessu ári, 3,2% hagvexti á næsta ári og 3,4% árið 2012. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert