Spurt um búrkur og mannanafnanefnd

Konur íklæddar búrkum eru enn algeng sjón á götum Kabúl. …
Konur íklæddar búrkum eru enn algeng sjón á götum Kabúl. Sums staðar hafa búrkur verið bannaðar í Evrópu. Reuters

Meðal fyr­ir­spurna sem þing­menn hafa lagt fram á þingi er hvort banna eigi búrk­ur hér á landi, eða slæður sem múslimsk­ar kon­ur klæðast. Hef­ur Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir Sjálf­stæðis­flokki óskað munn­legs svars frá Ögmundi Jónas­syni, dóms- og mann­rétt­inda­málaráðherra.

Þá hef­ur Birgitta Jóns­dótt­ir Hreyf­ing­unni lagt fram tvær fyr­ir­spurn­ir til skrif­legs svars frá dóms­málaráðherra. Ann­ars veg­ar vill hún fá að vita hve marg­ar kær­ur hafa borist sl. fimm ár frá al­menn­um borg­ur­um vegna starfa lög­reglu, á hvaða rök­um kær­urn­ar hafi verið reist­ar og hver viðbrögð ráðuneyt­is­ins hafi verið. Þá vill Birgitta vita hve marg­ar af þess­um kær­um hafa verið dregn­ar til baka, hve marg­ar hafi leitt til sak­fell­ing­ar, sýknu eða verið vísað frá dómi.

Hins veg­ar vill Birgitta fá svar frá Ögmundi Jónas­syni um kostnað við rekst­ur manna­nafna­nefnd­ar frá ár­inu 2005, sund­urliðað eft­ir árum og kostnaðarliðum.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert