Þarf að endurmeta forsendur fjárlaganna

Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar Alþingi, sagði á Alþingi að endurmeta þyrfti forsendur fjárlagafrumvarpsins í ljósi nýrrar þjóðhagsspár sem Hagstofan birti í morgun.

Oddný sagði, að unnið verði eftir efnahagsáætluninni, sem lögð var fram í júní í fyrra, sem gerði ráð fyrir frumjöfnuði árið 2011.

Oddný sagði ljóst, að endurskoða þurfi tekjuhlið fjárlaga næsta árs. Hún benti þó á að ýmsir þættir nýju hagspárinnar væru jákvæðar og allar hagspár, sem birst hafa að undanförnu, gerðu ráð fyrir hagvexti á næsta ári sem sýndi, að Íslendingar séu á leið út úr kreppunni. Þá fari verðbólgan áfram minnkandi og aðstæður séu því að skapast fyrir frekari lækkun vaxta. 

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að nýja þjóðhagsspáin væri grafalvarleg tíðindi en ekki ákveðin vonbrigði eins og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í dag. 

„Við verðum að hefja að nýju lífskjarasóknina á grundvelli verðmætasköpunar," sagði Bjarni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert