Saksóknari Alþingis vinnur að umfangsmikilli gagnaöflun vegna málshöfðunarinnar fyrir landsdómi.
,,Við erum að vinna í þessu, einkum að óska eftir gögnum sem liggja til grundvallar niðurstöðu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna þess að þingsályktunin byggist á því,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari.
Spurð hvort málið verði þingfest fyrir áramót segir hún ekki líklegt að svo verði.
Geir H. Haarde hefur harðlega gagnrýnt að lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á lögum um landsdóm eftir að ákvörðun þingsins um ákæru var tekin. Aðspurð segir Sigríður að ekki hafi verið leitað eftir umsögn saksóknara Alþingis um frumvarpið.
Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Eiríkur Tómasson, lagaprófessors við Háskóla Íslands, að Geir eigi rétt á að fá skipaðan verjanda í kjölfar ákvörðunar Alþingis um málshöfðun á hendur honum fyrir landsdómi. Átta vikur eru í dag liðnar frá því Alþingi samþykkti að höfða
bæri sakamál á hendur Geir og hefur hann krafist þess að honum verði skipaður verjandi tafarlaust.