Búa til vandamál með lokun

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali. mbl.is/Árni Sæberg

„Með lokun hjá okkur er verið að skera niður þjónustu við konur á suðvesturhorninu,“ segir Gunnar Herbertsson, kvensjúkdómalæknir og sérfræðingur í þvaglekaaðgerðum kvenna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir stjórnvalda.

Biðtími eftir aðgerð er um ár. „Við viljum reka sjúkrahúsið áfram og sinna því verki sem þarf að sinna. Um leið og biðlistarnir hverfa verður sjálfhætt, en það er full þörf fyrir þessa þjónustu,“ segir Gunnar í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

„Með lokun er verið að búa til heilsufarsvanda kvenna á suðvesturhorninu og landinu öllu. Séu allar skurðaðgerðir gerðar á einum spítala endar það með því að skurðstofunum hættir til að verða óhreinar, sýkingar verða algengari og kostnaður eykst.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert