Ekki mótfallin skipun verjanda

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde mbl.is/Kristinn

Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, gerir ekki athugasemdir við að Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde, verði formlega skipaður verjandi Geirs fyrir landsdómi. Þetta kemur fram í umsögn hennar.

Geir H. Haarde hefur krafist þess að honum verði án tafar skipaður verjandi. Forseti landsdóms bað saksóknara um afstöðu til þessarar kröfu Geirs. Sigríður hefur svarað þessu erindi og vísar m.a. til þess að þó ákæruskjal hafi ekki verið gefið út, þá sé búið að bera Geir sökum um refsiverða háttsemi með ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn honum fyrir landsdómi. Skv. lögunum um landsdóm fari Alþingi með ákæruvaldið.

„Ég segi í umsögninni að það séu ekki efni til að ég hafi uppi athugasemdir við að Andri Árnason verði skipaður verjandi Geirs,“ segir Sigríður.

Forseti landsdóms hefur ekki tekið ákvörðun um kröfu Geirs, skv. upplýsingum Þorsteins A. Jónssonar, ritara landsdóms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert