Árið 2005 beitti Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, sér fyrir því að rúmlega 20 milljónir yrðu greiddar til ábúenda á Torfastöðum.
Það var gert þrátt fyrir að ríkislögmaður teldi að ríkinu bæri engin skylda til að greiða þessa upphæð og þrátt fyrir að Barnaverndarstofa legðist gegn því.
Búið er að greiða 12 milljónir til ábúenda á Árbót vegna lokunar meðferðarheimilisins. Greiða á 18 milljónir til viðbótar ef þingmenn samþykkja fjáraukalög, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.