Sorpvísitalan er ekki enn farin að vísa upp á við til marks um bjartari tíð efnahagsmálum. Svipað magn af heimilissorpi berst nú til móttökustöðvar Sorpu frá mánuði til mánaðar eftir stöðugan samdrátt í rúm tvö ár.
Sorpið hefur jafnan endurspeglað þróunina í efnahagslífinu og neyslu heimilanna.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, stöðvarstjóri móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi, segir í Morgunblaðinu í dag, að stöðug aukning hafi verið á sorpi fram á árið 2008, eða þangað til gengið fór að falla fyrir alvöru. Síðan hefur verið stöðug minnkun. „Það hefur orðið um 5% samdráttur hjá okkur á þessu ári. Það minnkar enn frá fyrirtækjum en heimilissorpið virðist komið í jafnvægi.“