Hvenær kemur lausnin á skuldavanda heimilanna?

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

„Hvenær kem­ur lausn­in á skulda­vanda heim­il­anna?" spurði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, á Alþingi í dag.

„Til­lög­urn­ar eru á leiðinni," sagði Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hún sagði að mjög góður gang­ur hefði verið í þeirri vinnu, sem for­sæt­is­ráðherra hefði leitt. Nú væri unnið að því öll­um árum að finna þá niður­stöðu, sem þjónaði þeim mark­miðum að aðstoða þau heim­ili, sem eru í mest­um vanda, án þess að sigla fjár­mála­kerf­inu í strand.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert