Kjör námsmanna ekki í takt við raunveruleikann

Námsmenn hafa vakið athygli á kjörum sínum að undanförnu.
Námsmenn hafa vakið athygli á kjörum sínum að undanförnu. mbl.is/Eggert

Fullyrt var á Alþingi í dag, að framfærslugrunnur námsmanna í námslánakerfinu væri í engum takti við raunveruleikann en Lánasjóður íslenskra námsmanna miðar við 120 þúsund krónur á mánuði.

„Ef við meinum eitthvað með því að við viljum hvetja fólk til náms verðum við að breyta þessum tölum," sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem tók málið upp utan dagskrár á Alþingi. 

Sagði hann að 2000 manns hefðu nú skráð sig á sérstaka Facebook-síðu þar sem stjórnvöld eru hvött til að endurskoða þessar áherslur.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að í fyrra hefði framfærslugrunnur námsmanna verið hækkaður um 20% en hann hefði verið of lágur. Þá hefðu tekjur lækkað á síðustu árum. Hún sagði, að verið væri að skoða lagaumhverfið og hvernig ætti að reikna út þennan framfærslugrunn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert