Mörg mistök hafa verið gerð

Lilja Mósesdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson á Alþingi.
Lilja Mósesdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson á Alþingi. mbl.is/Ómar

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboð, sagði á Alþingi í dag, að ný hagspá Hagstofunnar bæri með sér alvarleg tíðindi, sem þó ekki kæmu á óvart. Sagði Lilja að frá hruni hefðu ríkisstjórnir ekki hlustað á varnaðarorð hennar um að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðin dýpki kreppuna.

Lilja sagði þegar rætt var um störf þingsins, að mörg mistök hefðu verið gerð frá því fjármálakerfið hrundi en alvarlegustu mistökin hefðu verið, að taka ekki strax á skuldavanda heimila og fyrirtækja eins og Framsóknarflokkurinn hefði viljað á sínum tíma. 

„Við munum ekki komast út úr kreppunni nema ríkið hætti við niðurskurð, sem leiðir til fækkunar starfa, hækki lágmarksbætur og stuðli að hækkun lágmarkslauna til að örva eftirspurn ásamt því að veita fjármagni í atvinnuskapandi verkefni," sagði Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert