Húsráðandi stökkti ofbeldismönnum á flótta

mbl.is/Jakob Fannar

Tveir menn ruddust inn á heimili í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi þar sem þeir gerðu sig heimakomna. Þar höfðu þeir í hótunum við húsráðanda og ógnuðu honum m.a. með hnífi. Árásarmennirnir neyddust hins vegar að flýja af vettvangi þegar maðurinn snerist til varnar.

Mikil átök brutust út í íbúðinni. Árásarmennirnir köstuðu meðal annars skógrind í húsráðanda og drógu upp hníf. Hann kann hins vegar verjast og tókst honum að snúa hnífinn úr höndunum á öðrum þeirra og þá notaði m.a. borð til að verja sig og slá frá sér, skv. upplýsingum mbl.is.

Að lokum áttu árásarmennirnir einskis annars úrkosti en að flýja út um svalir íbúðarinnar, þar sem þeir stukku út í garð og hurfu þeir út í myrkrið.

Voru þeir komnir til að innheimta einhverja ótilgreinda skuld, sem húsráðandi kannaðist ekkert við.

Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang og gat húsráðandinn gefið góða lýsingu á mönnunum. Búið er að handtaka annan manninn, skv. upplýsingum lögreglu, en báðir ofbeldismennirnir teljast til góðkunningja hennar.

Maðurinn meiddist í átökunum og var hann fluttur á slysadeild til skoðunar. Meiðsl hans eru ekki talin vera alvarleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert