Vaxtabætur verða ekki greiddar til fólks á næsta ári nema það hafi raunverulega greitt vexti af fasteignalánum.
Þetta þýðir að fólk sem er með fasteignalán í frystingu eða vanskilum getur misst vaxtabætur á næsta ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Breyting í þessa veru er lögð til í frumvarpi fjármálaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Heimild til að greiða vaxtabætur óháð því hvort fólk hafi greitt af íbúðalánum var sett inn í lög í lok árs 2008.