Rúmum fækkað og starfsfólki sagt upp

Frá dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki …
Frá dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is/Jakob Fannar

Á þessu og næsta ári er reiknað með hjúkr­un­ar­rým­um fyr­ir aldraða fækki um 136 og dval­ar­rým­um um 130. Miðað við fækk­un rýma árið 2011, eða 81 hjúkr­un­ar­rými og 47 dval­ar­rými, er bú­ist við að störf­um fækki um 45 til 70, sam­kvæmt skrif­legu svari heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar þing­manns.

Sam­kvæmt svari ráðherra var hjúkr­un­ar­rým­um á hjúkr­un­ar­heim­il­um fækkað um 22 í upp­hafi þessa árs og dval­ar­rým­um á heil­brigðis­stofn­un­um fækkað um 33. Við ákvörðun um fækk­un rýma var stuðst við upp­lýs­ing­ar um fjölda ein­stak­linga með vist­un­ar­mat og fjölda vannýttra rýma á liðnum árum. Í fjár­laga­frum­varp­inu 2011 er gert ráð fyr­ir að fækka um 47 hjúkr­un­ar­rými á hjúkr­un­ar­heim­il­um og um 34 vannýtt hjúkr­un­ar­rými á heil­brigðis­stofn­un­um, eða alls 81 rými.

Dval­ar­rým­um var fækkað um 83 í árs­byrj­un og í fjár­laga­frum­varp­inu er reiknað með að fækka um 47 dval­ar­rými, sem fyrr seg­ir. Guðlaug­ur Þór spurði jafn­framt hversu mörg rúm í ein­býl­um myndu standa auð eft­ir fækk­un­ina. Í svar­inu seg­ir að leit­ast verði við að breyta tví­býl­um í ein­býli þar sem mögu­legt er. Það leiði ekki til þess að ein­býli standi auð.

Upp­sagn­ir að óbreyttu

Varðandi upp­sagn­ir starfs­manna seg­ir ráðherra að fækk­un rýma hafi hingað til fyrst og fremst verið vegna vannýttra rýma og bendi upp­lýs­ing­ar frá stofn­un­um til þess að hagræðing­ar­kröfu hafi að mestu leyti verið mætt án upp­sagna. Hins veg­ar sé ljóst að sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu muni fyr­ir­huguð fækk­un rýma á næsta ári að óbreyttu leiða til upp­sagna. Miðað við fækk­un á 81 hjúkr­un­ar­rými og 47 dval­ar­rým­um á næsta ári megi bú­ast við að störf­um fækki um 45 til 70.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert