Álver á Bakka út af borðinu?

Hjá Alcoa Fjarðaáli. Árni telur að ekki sé lengur raunhæft …
Hjá Alcoa Fjarðaáli. Árni telur að ekki sé lengur raunhæft að stefna að stóru álveri við Bakka á Húsavík. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Álver á Bakka við Húsa­vík er út af borðinu enda er ljóst að ekki er til næg raf­orka fyr­ir 360.000 tonna ál­ver á staðnum. Þetta full­yrðir Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, en hann vill að tals­menn ál­vers­fram­kvæmda biðjist af­sök­un­ar í kjöl­far niður­stöðu Skipu­lags­stofn­un­ar.

Skipu­lags­stofn­un tel­ur, að heild­aráhrif Kröflu­virkj­un­ar II, Þeistareykja­virkj­un­ar, ál­vers á Bakka við Húsa­vík og há­spennu­lína frá Kröflu og Þeistareykj­um að ál­veri á Bakka muni óhjá­kvæmi­lega hafa í för með sér um­tals­verð um­hverf­isáhrif í skiln­ingi laga um mat á um­hverf­isáhrif­um.

Árni fagn­ar niður­stöðunni.

„Þetta er mik­il­væg­ur úr­sk­urður. Í öðru lagi held ég að marg­ir þeir, ef ekki all­ir, sem hafa harka­lega gagn­rýnt stjórn­völd og þá sér­stak­lega Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, eða sitj­andi um­hverf­is­ráðherra, fyr­ir að vilja ganga var­lega fram ættu að hugsa sinn gang. Þær ættu að biðjast af­sök­un­ar, marg­ir af þeim, vegna þessa.“

Lær­dóm­ur frá banka­hrun­inu

- Tel­urðu að menn hafi farið offari?

„Ég held að nauðsyn­legt sé að skoða hlut­ina í sam­hengi og gera það vel. Nú er þetta ekki enda­punkt­ur­inn í mál­inu. Núm­er eitt er að Skipu­lags­stofn­un kynni þenn­an úr­sk­urð fyr­ir norðan og sunn­an þannig að bæði hags­munaaðilar og þá nátt­úru­vernd­ar­fólk, emb­ætt­is­menn og stjórn­mála­menn geti kynnt sér hvað það er mikið í húfi.

Ég hef bent á að ef menn hefðu verið svona var­kár­ir áður en hlaupið var af stað með Ices­a­ve í Hollandi og Bretlandi væru við kannski í minni vand­ræðum, eða hvað það var sem banka­menn­irn­ir gerðu án þess að það væri vikið að því hvaða af­leiðing­ar það myndi hafa.“

Viður­kenn­ing á málsmeðferð NSÍ

- Lít­urðu á þetta sem sig­ur fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands?

„Þetta er mik­il viður­kenn­ing á þeirri málsmeðferð sem við sett­um fram í okk­ar kæru. Meg­in­at­riðið er að um­hverf­is­mat á að leiða í ljós öll hugs­an­leg áhrif. Þess vegna gerðum við kröfu um sam­eig­in­legt mat. Það ætti að vera regl­an, ekki und­an­tekn­ing­in. Þetta sýn­ir, eins og ráðherr­ann nefndi vegna lín­anna út á Reykja­nes, að það þarf að breyta lög­um um mat á um­hverf­isáhrif­um þannig að heild­stætt mat sé ávallt regl­an þegar um fleiri en eina fram­kvæmd er að ræða.“

- Tel­urðu að ál­ver á Bakka sé þar með út af borðinu?

„Ég tel að það hafi verið það fyr­ir þenn­an tíma. Lands­virkj­un hef­ur kynnt að hún hafi eig­in­lega ekki orku til þess,“ seg­ir Árni og átel­ur hug­mynd­ir um að ganga hratt á jarðvarma­auðlind­ir á nokkr­um ára­tug­um sem verði síðan óvirk­ar í þúsund­ir, ef ekki tugþúsund­ir ára.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert