Langar biðraðir eru nú í Laugardalshöll þar sem utankjörstaðaratkvæðagreiðsla til stjórnlagaþings fer fram. Búast má við allt undir klukkutíma bið fyrir þá sem sem mæta nú á kjörstað.
Að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur hjá kjörstjórn dreif að óvenju mikið af fólki eftir kvöldfréttir og giskar hún á að þeir sem voru að mæta til að kjósa gætu þurft að bíða í þrjú korter eða klukkutíma.
Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla verður aðeins opin á milli 10-12 í fyrramálið og segir Bergþóra að það sé ástæða fyrir röðunum nú.