Fjármál Kvíabryggju rannsökuð

Kvíabryggja
Kvíabryggja mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Fangelsismálastofnun hefur vakið athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Hefur forstöðumanni Kvíabryggju verið veitt lausn frá störfum um stundarsakir  meðan á rannsókn stendur.

Segir á vef dóms- og mannréttindaráðuneytisins að starfsmenn ráðuneytisins hafi rætt málið við forstöðumann fangelsisins og hefur hann í framhaldi óskað eftir því að Ríkisendurskoðun verði falið að fara yfir bókhaldið.

Meðan á þeirri skoðun stendur hefur forstöðumanninum verið veitt lausn frá störfum um stundarsakir á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Í fangelsinu að Kvíabryggju
Í fangelsinu að Kvíabryggju mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert