Forstöðumaður Krossins sakaður um kynferðislega áreitni

Gunnar Þorsteinsson í Krossinum.
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. Ómar Óskarsson

Gunn­ar Þor­steins­son, for­stöðumaður trú­fé­lags­ins Kross­ins, seg­ir ásak­an­ir, sem komið hafa fram á hend­ur hon­um um kyn­ferðis­brot, al­ger­lega til­hæfu­laus­ar. Fimm kon­ur hafa sent bréf til stjórn­ar safnaðar­ins og fjöl­miðils og saka Gunn­ar um kyn­ferðis­lega áreitni og þögg­un. Eru það m.a. tvær fyrr­ver­andi mág­kon­ur Gunn­ars sem bera hann sök­um. 

Vef­miðill­inn Press­an hef­ur fjallað um málið og birti fyrr í dag bréf frá nokkr­um kon­um til stjórn­ar Kross­ins, þar á meðal tveim­ur fyrr­ver­andi mág­kon­um Gunn­ars. Í bréf­inu er Gunn­ar sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni og að reyna að þagga niður málið. Er þess kraf­ist að stjórn Kross­ins bregðist við með hags­muni þeirra og safnaðar­ins að leiðarljósi.

Að því er kem­ur fram á Press­unni segja kon­urn­ar, að sam­kvæmt lög­um séu brot­in fyrnd og for­send­ur fyr­ir kær­um á hend­ur Gunn­ari því brostn­ar. Það sé hins veg­ar ljóst að af­leiðing­arn­ar fyrn­ist ekki en nokkr­ar kvenn­anna hafi verið und­ir lögaldri þegar á þeim var brotið.

„Þess­ar ásak­an­ir eru ger­sam­lega til­hæfu­laus­ar. Ég mun leita allra úrræða sem ég hef til að koma því á fram­færi. Það er al­ger­lega ólíðandi hvernig Press­an hef­ur höndlað þetta mál. Þó að sögu­burður sé kom­inn á papp­ír er hann bara sögu­burður,“ seg­ir Gunn­ar í sam­tali við mbl.is en hann úti­lok­ar ekki að leita rétt­ar síns fyr­ir dóm­stól­um. Þannig hafi hann áður stefnt Press­unni fyr­ir um­fjöll­un sína um málið.

„Ég er nátt­úru­lega mjög sleg­inn og miður mín. Þetta er þung­bært að þurfa að standa í þess­ari stöðu því að ég fyr­ir­lít svona fram­komu gagn­vart fólki,“ seg­ir hann. Gunn­ar neit­ar al­farið að hafa reynt að þagga málið niður. Hann hafi hvatt fólk til að koma fram því að málið hafi verið á flökku­sagna­formi um mánaðar­skeið. Sög­un­um hafi verið dreift og beitt gegn hon­um og söfnuðinum.

„Ég tel að þetta sé af safnaðar­póli­tísk­um toga þannig að málið er í mörg­um skiln­ingi al­veg grafal­var­legt,“ seg­ir Gunn­ar.

Press­an

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert