Veitingastaðurinn Múlakaffi býður upp á þjóðlegan mat allan ársins hring. Í dag, á hinum svo kallaða þakkargjörðadegi, er þó gerð breyting á. Slegið er upp kalkúnaveislu, líkt og er á boðstólnum fyrir vestan haf.
Jón Örn Jóhannesson, yfirkokkur, segir að kalkúnninn njóti mikilla vinsælda á hverju ári. Fastagestirnir eru flestir sáttir með tilbreytinguna og hafði Elín Elísabet Baldursdóttir, þjónustustúlka, ekki orðið vör við miklar kvartanir þegar mbl.is leit í heimsókn.