Lög um ábyrgðarmenn andstæð stjórnarskrá

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstirétt­ur seg­ir að lög, sem sett voru á Alþingi á síðasta ári um ábyrgðar­menn, séu and­stæð eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. Staðfesti Hæstirétt­ur dóm Héraðsdóms Suður­lands um tveir ábyrgðar­menn láns skuli greiða Spari­sjóði Vest­manna­eyja rúma 1 millj­ón króna.

Um var að ræða sjálf­skuld­arábyrgð á láni en fólkið hélt því fram að ábyrgð þess væri ekki leng­ur fyr­ir hendi vegna breyt­inga, sem gerðar á lög­um um ábyrgðamenn. Dóm­ur­inn taldi lög­in hins veg­ar ekki aft­ur­virk.

Upp­haf máls­ins er, að kona á fimm­tugs­aldri, sem er 75% ör­yrki, fékk út­gefið skulda­bréf upp á eina millj­ón árið 2006 en lenti strax á því ári í van­skil­um með það. Móðir kon­unn­ar og bróðir voru ábyrgðar­menn henn­ar.

Kon­an fékk greiðsluaðlög­un á síðasta ári og voru all­ar samn­ings­kröf­ur gefn­ar eft­ir að fullu, þar á meðal kröf­ur Spari­sjóðs Vest­manna­eyja á hend­ur henni. Sjóður­inn taldi hins veg­ar að ábyrgð ábyrgðarmann­anna væri ekki fall­in niður og höfðaði  mál á hend­ur þeim þegar þeir neituðu að greiða. 

Hæstirétt­ur seg­ir, að kröfu­rétt­ur spari­sjóðsins á hend­ur ábyrgðarmönn­un­um nyti vernd­ar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis stjórn­ar­skrár­inn­ar og þau rétt­indi yrðu ekki skert án bóta með aft­ur­virkri íþyngj­andi lög­gjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert