Óbreytt afstaða til NATO

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra (t.h.) á leiðtogafundi NATO í Portúgal, ásamt …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra (t.h.) á leiðtogafundi NATO í Portúgal, ásamt Angelu Merkel (t.v.), kanslara Þýskalands, og Juliu Gillard (í miðið), forsætisráðherra Ástralíu.

„Að því er varðar Ísland er óbreytt viðhorf til NATO,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, fyrir stundu. Gunnar Bragi sagði óvissu hafa verið uppi um afstöðu stjórnarinnar til bandalagsins.

Ný grunnstefna Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefur verið til umræðu, ekki síst eftir að samþykkt var á fundi bandalagsins í Lissabon um síðustu helgi að ráðast í gerð eldflaugaskjaldar í ríkjum bandalagsins.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Jóhönnu hvort afstaðan til NATO innan stjórnarinnar væri óbreytt, ekki síst í ljósi leiðtogafundar NATO sem Jóhanna og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefðu sótt í Lissabon um síðustu helgi.

„Er íslenska ríkisstjórnin og þar með íslenska ríkið aðili að grunnstefnu NATO?“ spurði Gunnar Bragi en í þessu samhengi má rifja upp að Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra aflar nú fylgis við það innan VG að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland segi sig úr NATO.

Eldflaugaáætlunin hefur breyst

Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir aðkomu íslenskra stjórnvalda að samkomulaginu og segir það hafa legið fyrir frá því Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gegndi embætti utanríkisráðherra hvað felist í eldflaugaáætluninni.

Jóhanna sagði hins vegar að áætlunin um skjöldin hefði breyst.

„Það er töluverður munur á því að sem var samþykkt þar [í Portúgal] og því sem var uppi á borðum fyrir nokkrum árum.“ 

Jóhanna segir mannvirkjasjóð NATO standa straum af kostnaðinum. „Það er gert ráð fyrir að eldflaugakerfið verði byggt upp á 10 árum og að kostnaðurinn verði greiddur upp á 20 árum.“ 

Merki Atlantshafsbandalagsins, NATO.
Merki Atlantshafsbandalagsins, NATO.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert