Telur jafnræðisreglu brotna

Guðmundur Týr Þórarinsson, sem stýrði Götusmiðjunni.
Guðmundur Týr Þórarinsson, sem stýrði Götusmiðjunni.

Lögmaður Götusmiðjunnar telur að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hafi verið brotin og að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með því að semja með gjörólíkum hætti um uppgjör við Götusmiðjuna og Árbót.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Er þar haft eftir Gísla Kr. Björnssyni, lögmanni Götusmiðjunnar, að málinu verði skotið til umboðsmanns Alþingis eftir helgina og öllum þingmönnum verði sent erindi þess efnis að mál Götusmiðjunnar verði tekið upp aftur.

Þjónustusamningi Barnaverndarstofu við meðferðarheimilið Götusmiðjuna var rift í sumar vegna ásakana um að Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður heimilisins, hefði haft í hótunum við börn sem voru í vistun á heimilinu. Í samningi um starfslok heimilisins fólst, að Götusmiðjan fékk tæpar 20 milljónir í bætur frá Barnaverndarstofu sem auk þess lagði út um 10 milljónir vegna ógreiddra launa starfsfólks Götusmiðjunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert